Það er okkur sönn ánægja frá að segja að hinar traustu Niftylift sem reyndust okkur einstaklega vel í leigunni á sínum tíma eru komnar aftur og pöntun á leiðinni til landsins. Við vorum að ná samningum og Vinnulyftur ehf er aftur orðið umboð Niftylift á Íslandi eins og þegar Vinnulyftur ehf var rekið af Eyvindi til ársins 2007. Á myndinni sjást Eyvindur og Jim Craddock ganga frá samningum og fyrstu pöntun í Þýskalandi um helgina.

niftylift-primary-logo