Árið 1993 stofnaði Eyvindur Jóhannsson félagið Vinnulyftur sf og hóf útleigu á skæralyftum. Hann hafði hugsjón fyrir því að auka afköst iðnaðarmanna til muna og þá einnig hagkvæmni í rekstri. Hann byrjaði smátt en hugsjónin var stór. Árið 1995 varð til fyrirtækið Vinnulyftur ehf og markmið þess var að bjóða upp á traust tæki og var hafist handa að finna bestu tæki sem völ var á. Vinnulyftur varð skömmu síðar umboð fyrir Skyjack á Íslandi. Úr varð stærsta lyftuleiga landsins og traust umboð fyrir Skyjack sem Eyvindur rak til ársins 2007 en þá seldi hann fyrirtækið frá sér.

Í dag hefur fyrirtækið Vinnulyftur ehf tekið á sig nýja mynd, aftur í eigu Eyvindar, sem söluumboð fyrir Skyjack vinnulyftur og byggir á mikilli reynslu af faginu og Skyjack vörunum. Vinnulyftur ehf endurnýjaði samninga við Niftylift í apríl 2016 og er umboðsaðili þeirra á Íslandi.

electgroup